09. janúar, 2011 - 15:52
Fréttir
Þór lagði Hött að velli, 93:77, í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag á Íslandsmótinu í 1.deild
karla í körfubolta. Konrad Tota skoraði 27 stig fyrir Þór í leiknum og Ólafur Torfason 20 stig. Hjá Hetti var Davíð Arnar Ragnarsson
stigahæstur með 19 stig og Björn Benediktsson skoraði 16 stig.
Með sigrinum er Þór komið með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar en Höttur hefur áfram fjögur stig í næstneðsta
sæti. Efsta lið deildarinnar, Þór Þorlákshöfn, styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum útisigri gegn
Ármanni í dag og hefur nú 20 stig í efsta sæti.