Þolendum ofbeldis mismunað eftir búsetu
Framlag ríkisins til rekstrar Aflsins á Akureyri, samtökum gegn heimilis-og kynferðisofbeldi, verða þrjár milljónir króna á árinu 2015, sem er einni milljón króna lægri en árið 2014. Til samanburðar fengu Stígamót og Kvennaathvarfið í Reykjavík samtals 150 milljónir til að halda úti sinni þjónustu. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG og gjaldkeri Aflsins, segir þetta nánast dauðadóm yfir samtökunum.
Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur fylgst grannt með málefnum Aflsins og segir þolendum ofbeldis sé mismunað eftir búsetu. Nánar er fjallað um þetta mál í prentúgáfu Vikudags.
-þev