24. september, 2009 - 22:56
Fréttir
Á fundi íþróttaráðs Akureyrar í dag voru lögð fram drög að kostnaðaráætlun vegna flutnings og uppsetningar á
þjónustugámum í Hlíðarfjalli. Íþróttaráð telur nauðsynlegt að huga að bættri aðstöðu fyrir
viðskiptavini Hlíðarfjalls og samþykkir því fyrir sitt leyti að þjónustugámar sem nýtast fyrir skíðaleigu verði settir
upp við Skíðahótelið.
Íþróttaráð hvetur þó til þess að ítrustu hagkvæmni verði gætt við framkvæmdina og kostnaði þannig
haldið í lágmarki. Eins og fram hefur komið er stefnt að því að hefja snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli um
mánaðamótin október-nóvember líkt og venja er og opna skíðasvæðið mánuði síðar.