Ég býð krafta mína og áhuga fram fyrir hönd Bjartar framtíðar í minni fyrstu stjórnmálaþátttöku. Í 25 ár hef ég verið í eigin atvinnurekstri og gengið vel. Veitinga- og hótelrekstur krefst mikilla þjónustugæða. Við hjá Bjartri framtíð lítum á Akureyrabæ sem þjónustufyrirtæki sem á að veita bæjarbúum og öllum þeim sem bæinn sækja framúrskarandi þjónustu," segir Hlynur Jónsson í aðsendri grein í Vikudegi.
Hlynur skipar fjórða sæti á lista Bjartrar framtíðar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Akureyri.