05. júlí, 2007 - 10:42
Fréttir
Þjófur var á ferðinni á Akureyri í gærkvöld. Komst hann inn í íbúð og stal úr henni tveimur fartölvum og einhverju fleiru. Þjófurinn ágirndist reyndar eitthvað fleira í íbúðinni og fór því þangað aftur, en hitti þá fyrir lögreglu og var handtekinn.