03. apríl, 2007 - 13:36
Fréttir
Fjórir menn voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir þjófnaði og sá fimmti hlaut eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta bjórglasi í andlit annars á skemmtistað á Dalvík. Tveir voru dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir að stela vélsleðakerru með tveimur vélsleðum á við Frostagötu á Akureyri og flytja góssið að bænum Bakka í Skagafirði. Einn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir að stela fartölvu, Ipod og DVD spilurum úr herbergjum í heimavist MA og VMA í október á síðasta ári. Þá var einn dæmdur í óskilorðsbundið 7 mánaða fangelsi fyrir þjófnað úr verslun á Akureyri þar sem hann stal peningum, tóbaki og sælgæti og fyrir innbrot í íbúð í Hafnarfirði þar sem hann stal ýmsum varningi. Maðurinn rauf skilorð með þessum afbrotum.