Á þessum fyrsta þjóðadegi sem Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands stendur fyrir hyggst meira en tugur manns frá hinum ýmsu löndum kynna menningu,siði og tónlist sinna þjóða. Það væri frábært ef þú sæir þér fært að mæta í hátíðarskapi og kynnast hefðum og siðum íbúa Norðurþings frá öllum heimshornum, segir í fréttatilkynningu frá Húsavíkurdeild RKÍ.