„Ég hef verið að meiðast mis alvarlega á hverju einasta ári núna í fimm ár. Það tekur verulega á líkamann og ekki síst andlegu hliðina,“ segir Íris Guðmundsdóttir landsliðskona á skíðum.
Eins og Vikudagur hefur greint frá þurfti Íris að leggja skíðin á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Íris segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að hætta.
„Þetta var svakalega erfitt og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér. Ég er bara þannig að ef ég geti ekki gert hlutina hundrað prósent að þá er betra að sleppa því,” segir hún.
Nánar er rætt við Írisi í Vikudegi í dag.