„Þetta var mikið áfall“

„Þetta uppgötvaðist þannig að ég var að borða heima og mamma tekur eftir því að hægri höndin á mér er orðinn blá og þrútinn. Þá er ég búinn að vera með þetta síðan á aðfangadag. Svo kemur í ljós síðar þegar læknar hafa skoðað mig að ég þarf að hvíla mig frá handbolta í 4-7 mánuði,” segir Geir Guðmundsson handboltamaður hjá Akureyri í samtali við Vikudag. 

 

Eins og fram hefur komið greindist Geir með blóðtappa í hægri hendi og leikur að öllum líkindum ekkert meira með norðanmönnum það sem eftir er tímabilsins í N1-deildinni. Geir segist ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleika málsins í fyrstu.

 

Ég hélt að þetta væri bara sýking í mesta lagi og að ég myndi bara fá sýklalyf og vera slappur í 1-2 daga,” segir hann.

 Nánar er rætt við Geir í nýjasta tölublaði Vikudags.

Nýjast