Slökkviliðið á Akureyri hefur verið mikið á milli tannana á fólki undanfarin ár vegna eineltismála. Valur Freyr Halldórsson, jafnan kenndur við Hvanndal, hefur starfað í slökkviliðinu í 13 ár eða frá árinu 2002. Hann segir móralinn innan liðsins heilt yfir vera góðan og að liðsheildin sé sterk. Eineltismál komi þó upp meðal starfsmanna, en í umræðunni séu almennir starfsmenn þó allt of oft dregnir inn í átök milli bæjaryfirvalda og slökkviliðsstjóra.
Hann segir undanfarin ár hafi verið erfið og reynt á alla starfsmenn slökkviliðsins, þá ekki síst vegna sviplegs fráfalls starfsfélaga og vinar fyrir tveimur árum. Vikudagur ræddi við Val um slökkviliðið, hjúkrunarfræðina sem hann nemur og hvernig tónlistin hafi bjargað geðheilsu hans. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.
-þev