Þetta er barátta á hverjum degi"
Sigurbjörn Sveinsson glímir við sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og arfgengan að talið er. Hann er jafnframt eini Íslendingurinn sem vitað er um sem hefur greinst með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig þegar Sigurbjörn var á barnsaldri en hann var orðinn tvítugur þegar hann leitaði sér fyrst læknishjálpar. Fyrir fjórum árum fékk Sigurbjörn endanlega greiningu á sjúkdómnum, þá rúmlega fertugur að aldri.
Hann segir baráttuna við sjúkdóminn hafa tekið mikinn toll af sér í gegnum tíðina og þá ekki síst andlegi þátturinn. Sigurbjörn er hins vegar jákvæður maður að eðlisfari og kærulaus að eigin sögn, sem hann segir hjálpa til við að takast á við veikindin.
Vikudagur settist niður með Sigurbirni, eða Sibba á Greifanum eins og hann er jafnan kallaður, og heyrði hans sögu en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.