„Þetta er bara draumur í dós"

Erna Kristín Hauksdóttir á Hótel Kjarnalundi. Mynd/Margrét Þóra
Erna Kristín Hauksdóttir á Hótel Kjarnalundi. Mynd/Margrét Þóra

Erna Kristín Hauksdóttir flutti til Akureyrar á liðnu vori til að taka að sér stjórn Hótels Kjarnalunds sem opnaði nýverið á Akureyri. Segja má að hún sé að leita í heimaslóðir á nýjan leik eftir nokkurra ára fjarveru, en hún ólst upp á Skeiði, næst innsta bænum í Svarfaðardal. Hótelið verður opið allt árið og segir hún að ýmsar hugmyndir séu í gangi til að laða að gesti á þeim árstíma.

„Þetta er spennandi verkefni og ég er þakklát fyrir það tækifæri sem bauðst við að byggja upp þennan hótelrekstur frá grunni. Og ég er alsæl með að var komin norður aftur, þannig að betra gerist það varla, að vera í skemmtilegri vinnu með frábæru fólki og hafa fjölskylduna í næsta nágrenni. Þetta er bara draumur í dós.“

Ítarlegt viðtal við Ernu Kristínu má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag.

Nýjast