Þekktur sem Bónus-kallinn

Jón Ævar Sveinbjörnsson / mynd Þröstur Ernir
Jón Ævar Sveinbjörnsson / mynd Þröstur Ernir

Jón Ævar Sveinbjörnsson, verslunarstjóri í Bónus Langholti á Akureyri, segir vinnuna þá skemmtilegustu sem hann hefur tekið að sér. Starfið sé fjölbreytt, enginn dagur eins og andinn góður á vinnustaðnum. Jón er fjölskyldumaður, stundar nám meðfram vinnu og hefur því nóg fyrir stafni. Hann fór í áfengismeðferð fyrir þremur árum sem hann segir hafa gjörbreytt lífi sínu.

Lítið um pirraða kúnna

„Það kemur alveg fyrir en alls ekki oft,“ segir Jón Ævar, spurður um hvort viðskiptavinir láti stundum skapið bitna á verslunarfólki. „Ég myndi segja að það væru kannski 2-3 tilfelli á ári þar sem viðskiptavinir eru pirraðir yfir einhverju sem við starfsfólkið getum lítið gert við. Fólk er almennt kurteist og kann að meta okkar starf.

-Verður þú var við að fólk kannist við þig út í bæ?

„Já, svo sannarlega. Maður er þekktur sem Bónus-kallinn,“ segir hann í léttum dúr. „Ég er alltaf að heilsa fólki sem ég þekki ekki neitt. Ef ég fer með fjölskyldunni á Glerártorg eða út að borða er mér oft heilsað. Ég heilsa alltaf á móti þótt ég kannist ekkert við viðkomandi. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Maður reynir að vera í góðu sambandi við viðskiptavini."

throstur@vikudagur.is

Ítarlega er rætt við Jón í prentútgáfu Vikudags

Nýjast