Knattspyrnusamband Íslands mun funda með fulltrúum Akureyrarbæjar um þak á stúkuna við Þórsvöll, 68. ársþing KSÍ fer fram í Hofi á Akureyri um helgina. Akureyrarbær hefur neitað að taka þátt í kostnaði við gerð þaks yfir stúkuna, en kostnaðurinn gæti verið allt að 100 milljónir. Samkvæmt reglum KSÍ skal heimavöllur karlaliðs í úrvalsdeild hafa þak yfir stúkunni en Þór fékk undanþágu sl. keppnistímabil. Aðspurður segir Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans, ekki reikna með að bærinn falli frá fyrri afstöðu í málinu.