Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Sara Helena Bjarnadóttir Blöndal gengið í gegnum miklar raunir. Hún varð fyrir kynferðislegri misnotkun á unga aldri og ánetjaðist fíkniefnum einungis 12 ára gömul. Sara var djúpt sokkin í neyslu en eftir að hún lenti á spítala eftir notkun á efninu MDMA ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum og fékk pláss á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Vikudagur ræddi við Söru um fíkniefnadjöfulinn sem hún barðist við og hvernig vistin á Laugalandi breytti lífi hennar en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.