Halldóra Skúladóttir hjúkrunarfræðingur á svæfingadeild FSA tók áskorun Svanhildar Bragadóttur frá því í síðustu viku og mætir hér með uppskriftir í Matarkrókinn. Svanhildur lét þess jafnframt getið að Halldóra væri alltaf svo myndarleg í eldhúsinu og hér kemur framlag hennar.
Thai - kjúllasúpa
Fyrir 4
3 kjúklingabringur, skornar í strimla
safi úr 1 og 1/2 lime
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
1-2 chili-piparaldin
2,5 cm engifer
4-5 vorlaukar í bitum
2 tsk. kóríanderduft
ólífuolía til steikingar
1,25 l vatn
2 gulrætur í þunnum sneiðum
2 kjúklingateningar
1 dós kókosmjólk
2 msk sojasósa (má sleppa)
maldonsalt
1/2 bolli hrísgrjón soðin í vatni
ferst kóríander saxað niður og sett yfir súpuna áður en hún er borin fram.
Hrísgrónin soðin skv. leiðbeiningum á umbúðum. Kjúklingastrimlarnir lagðir í lime safann í 30 - 60 mín. ásamt smá salti. Setjið lauk, hvítlauk, fræhreinsaðan chili-pipar og engifer í blandara í augnablik, gott að hafa smábita innan um. Þetta er gyllt í olíunni í potti ásamt kóríanderduftinu, gulrótarsneiðunum og vorlauknum. Bætið við vatni, kókosmjólk og sojasósu ef hún er notuð. Saltið eftir smekk Hitið að suðu og setjið kjúllastrimlana út í og látið malla í 5 mín.
Hrísgrjónin eru borin fram með súpunni þannig að hver og einn geti sett skammt af hrísgrjónum út á sinn disk.
Gott að bera fram salat og brauð með.
Ísterta
Hér kemur svo uppskrift að einni skotheldri ístertu sem hægt er að hafa tilbúna í frysti, bæði góð fyrir barnaafmæli og/eða eftirréttur í matarboð.
Botn:
4 eggjahvítur og 140 g flórsykur þeytt saman,
140 g af kókosmjöli er sett útí
þetta sett í smelluform og bakað við 170 gráður í 20 mín.
Ískrem:
50 g sykur og 1 egg þeytt saman,
smá vanilludropar,
1/4 rjómi þeyttur og sett útí.
Þetta sett í smelluform (jafnstórt og botninn) og fryst.
Súkkulaðikrem:
4 eggjarauður og 60 g flórsykur þeytt saman,
100 g súkkulaði og 100 g smjör brætt
og allt sett saman.
Þegar þessu er raðað saman er kókosbotninn neðstur, súkkulaðikreminu er smurt þar yfir og frosinn ísinn er lagður efst og sett í frysti aftur.
Halldóra skorar á Ásu Eiríksdóttur deildarlækni á svæfingadeild FSA að koma með uppskriftir næst, segir að hún sé afbragðskokkur og mikil áhugamanneskja um matargerð.