Þægilegt líf í hitanum í Brasilíu

„Ég hef aldrei verið með heimþrá en hef sannarlega notið þess að koma í heimsókn til Íslands á sumri…
„Ég hef aldrei verið með heimþrá en hef sannarlega notið þess að koma í heimsókn til Íslands á sumrin,“ segir Vilhjálmur sem unir sér vel úti í hitanum. Vilhjálmur er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Vikublaðsins.

Vilhjálmur Ingi Árnason starfaði lengi sem íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri en hefur búið í Brasilíu í hátt í tuttugu ár. Hann fór fyrst til landsins um áramótin 2000/2001 en Vilhjámur glímdi við slitgigt og bólgur og leitaði í hitameðferð við Miðjarðar hafið. Svo æxluðust hlutirnir þannig að Vilhjálmur endaði sem Brasilíubúi. Vikublaðið hafði samband við Vilhjálm og forvitnaðist um líf hans í Suður-Ameríku. „Eftir margra ára íþróttakennslu við Menntaskólann á Akureyri tókst mér að ofbjóða svo hnjánum við kennsluna að þau voru orðin mjög illa farin af slitgigt og bólgum. Algengasta ráðið til að lina bólgur er hitameðferð þannig að öll sumur að loknu vetrarstarfi í MA, og eftir að ég hætti íþróttakennslunni, sóttist ég eftir að komast í hita erlendis og þá gjarna við Miðjarðarhafið,“ segir Vilhjálmur þegar ég spyr hann um aðdragandann að því að flytja til Brasilíu. „En í einu slíku „hitaferðalagi¨ lá leiðin mín hinsvegar til Karabísku-eyjunnar Kúbu. Þar hitti ég brasilíska dömu sem bauð mér að koma og heimsækja sig til niður til Brasilíu. Ég lét ekki ganga lengi á eftir mér og strax næsta vetur skellti ég mér þangað. Mér leið svo vel í hitanum að ég ákvað að flytja til þangað eins fljótt og kostur væri.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast