„Það rekur eitthvað á fjörur mínar“

Guðný Sverrisdóttir/mynd karl eskil
Guðný Sverrisdóttir/mynd karl eskil

„Nei, þetta er ekki níu til fimm vinna. Maður er oft á vaktinni, eins og sagt er. Framkvæmdastjórar fjölmennari bæjarfélaga hafa marga undirmenn sér til aðstoðar, en sveitarstjórar fámennra sveitarfélaga þurfa að ganga í ýmis störf. Það þarf sem sagt að bera skynbragð á æði margt í starfinu. Ég hef verið afskaplega heppin með samstarfsfólk, sem hefur lagt sig fram um að allir hlutir gangi upp og fyrir það er ég þakklát,“ segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sem hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér sem sveitarstjóri eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Guðný hefur verið sveitarstjóri í 27 ár.

„Já, ég hef starfað með sjö sveitarstjórnum á þessum árum og samstarfið hefur alltaf gengið afskaplega vel. Allir hafa lagst á eitt um að vinna að framgangi sveitarfélagsins.“

Ætlarðu að sofa út eftir að þú lætur af störfum?

„Nei, nei, en ég er ekki með neitt í bakhöndinni. Ég hlakka samt sem áður mjög mikið til að taka gott sumarleyfi. Yfirleitt hef ég tekið hálfan mánuð á sumrin og svo hálfan mánuð fljótlega eftir áramót. Það rekur eitthvað á fjörur mínar, það hlýtur að vera,“ segir Guðný Sverrisdóttir.

Guðný er í ítarlegu viðtali í prentútgáfu Vikudags. Þar talar hún meðal annars um atvinnumál

karleskil@vikudagur.is

Nýjast