„Það eru enn draugar sem fylgja mér“

Hún var beitt kynferðislegu ofbeldi í sjö ár frá fimm ára aldri en hefur undanfarin þrettán ár helgað sig því að hjálpa fólki með svipaða reynslu. Anna María Hjálmarsdóttir er formaður Aflsins á Akureyri, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og er einn af stofnendum samtakanna. Hún er 75% öryrki eftir að hafa slasast illa á hestbaki fyrir sex árum þar sem hún höfuðkúpubrotnaði.

Þrátt fyrir ýmis áföll er Anna María sátt við lífið og tilveruna í dag og horfir björtum augum fram á veginn, enda hefur hún mörgum hlutverkum að gegna þar sem hún er fimm barna móðir og á auk þess eitt ömmubarn.

Vikudagur hitti Önnu Maríu og heyrði sögu hennar en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.

Nýjast