Það er glæpur í málinu, en ekki hjá mér!

"Það er glæpur í málinu en hann er ekki hjá mér," segir  Þorsteinn Hjáltason lögmaður á Akureyri í ítarlegu viðtali við Vikudag í dag. Þorsteinn er mjög ósáttur við niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær í svokölluðu kerfisvillumáli í galdeyrisviðskiptum Glitnis, en hann er þar einn fjögurra sakborninga.  Þorsteinn segir í viðtalinu í Vikudegi að hann hafi verið nær 100% viss um að fá sýknu í málinu enda málatilbúnaður ákæruvaldsins allur í skötulíki. Hægt er að fá Vikudag á sölustöðum um bæinn síðdegis í dag.

Nýjast