Tekst Akureyri að jafna metin?

Akureyri þarf á sigri að halda í kvöld er liðið tekur á móti FH.
Akureyri þarf á sigri að halda í kvöld er liðið tekur á móti FH.

Undanúrslitin í N1-deild karla í handknattleik halda áfram í kvöld er leikir tvö í rimmum FH og Akureyrar annars vegar og hins vegar Hauka og HK fara fram. FH og HK hafa 1-0 yfir í einvígum liðanna og geta komið sér í kjörstöðu með sigri í kvöld, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit. FH sækir Akureyri heim í kvöld kl. 20:00 en leikur liðanna í Kaplakrika gaf eflaust forsmekkinn af því sem koma skal í þessari rimmu, en leikurinn var æsispennandi og endaði með eins marks sigri FH, 26-25, eftir framlengdan háspennuleik.

HK tekur á móti Haukum á heimavelli sínum í Digranesi en HK vann fyrsta leikinn í Hafnarfirði með sex marka mun, 30-24. Þetta var fyrsti sigur HK gegn liði Hauka í vetur og kom hann á ansi góðum tíma fyrir Kópavogsliðið.

N1-deild karla-Undanúrslit | Handknattleikur
Kl. 19:30 HK-Haukar | Digranes
Kl. 20:00 Akureyri-FH | Höllin Akureyri

Nýjast