Tekjur vegna skemmtiferðaskipa tífaldast

Komum skemmtiferðaskipa fer sífellt fjölgandi.
Komum skemmtiferðaskipa fer sífellt fjölgandi.

Þriðjungur tekna Hafnasamlags Norðurlands eru til komnar vegna skemmtiferðaskipa en mikil aukning hefur verið undanfarin áratug í komum slíkra skipa til Akureyrar. Síðustu tvo áratugi hefur farþegaaukningin numið um 9% á milli ára en svo dæmi sé tekið námu þær 3% fyrir 15 árum. Tekjur af skemmtiferðaskipum hafa því tífaldast á þessu tímabili. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Pétur Ólafsson nýráðins hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands í prentútgáfu Vikudags.

Í sumar komu alls 78 skemmtiferðaskip til Akureyrar og Grímseyjar. Þegar hafa 86 slík skip boðað komu sína næsta sumar. Af þessum 78 skipum voru 12 skip sem höfðu viðkomu í Grímsey sem var þreföldun milli ára. Farþegar um borð í skipunum sumarið 2014 eru um 75 þúsund talsins.

Nýjast