Tekinn á 167 km hraða

Sautján ára unglingur á lánsbíl var stöðvaður á Ólafsfjarðarvegi í nótt á 167 km hraða og var hann sviftur nýlegu ökuleyfi sínu á staðnum. Annar var tekinn ölvaður í umferðinni en annasamt var hjá lögreglunni á Akureyri. Talsverður fjöldi aðkomuunglinga er á Akureyri vegna söngvakeppni framhaldsskólanna sem fram fer í íþróttahöllinni í kvöld. Margir unglinganna voru í miðbænum, mikið um drykkju og hafði lögreglan í nógu að snúast.

Nýjast