11. maí, 2011 - 10:00
Fréttir
Hreyfihópur Lundarskóla sendi íþróttaráði Akureyrar erindi á dögunum, þar sem óskað var eftir því að tekin
verði til athugunar bygging hreystivallar, líkt og notaður er í skólahreysti. Ef slíkur völlur yrði að veruleika þá er það
tillaga hópsins að hann yrði staðsettur við brettavöllinn við Háskólann.
Íþróttaráð telur áhugavert að koma upp sérstökum æfingavelli sem myndi nýtast til almennrar líkamsræktar.
Ráðið samþykkti að fela framkvæmdastjóra íþróttadeildar að ræða við fulltrúa framkvæmdadeildar með
það að markmiði að koma slíkum velli á framkvæmdaáætlun á næstu misserum.