Tap hjá Þór/KA gegn KR

Kvennalið Þórs/KA hélt síðastliðinn laugardag til Portúgal í æfingaferð en einnig leikur liðið nokkra æfingaleiki á meðan á dvölinni stendur. Fyrsti æfingaleikurinn var í gær gegn hinu sterka liði KR úr vesturbænum sem margir spá Íslandmeistaratitli í sumar og fór leikurinn 5-2 fyrir KR.

KR-ingar komust í byrjun leiks í 2-0 en hin bráðefnilega, 14 ára, Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði fyrir Þór/KA með tveimur góðum mörkum. KR náði hins vegar aftur forystunni fyrir hlé 3-2 og þannig stóð í hálfleik. Í síðari hálfleik bættu þær svo við tveimur mörkum en úrslitin eru engu að síður ágæt fyrir Þór/KA þar sem enn vantar sterka leikmenn í hópinn sem koma fyrir tímabil.

Nýjast