Tap hjá Þór í fyrsta leik

Þór mætti KFÍ í sínum fyrsta leik í 1. deild karla í körfubolta sl. sunnudag þar sem leikið var á Ísafirði. Það voru heimamenn í KFÍ sem höfðu betur í leiknum og sigruðu með tíu stiga mun, 82:72.

Þór byrjaði þó leikinn af krafti og var með forystu í leiknum framan af og þegar komið var fram yfir í miðjan þriðja leikhluta var staðan 54:44 fyrir Þór. Þá fór hins vegar að síga á ógæfu hliðina hjá norðanmönnum og heimamenn í settu í fluggírinn og innbyrtu að lokum sigur.

Welsey Hsu og Bjarki Ármann Oddsson voru stigahæstir í liði Þórs í leiknum með 19 stig hvor. Sigurður Grétar Sigurðsson skoraði 15 stig, Elvar Þór Sigurjónsson 11 stig og aðrir minna.

Nýjast