Tap hjá Þór á heimavelli en sigur hjá KA á útivelli

Haukar sýndu styrk sinn er þeir komu norður til Akureyrar í dag og lögðu Þór að velli 3:2 í lokaumferð 1. deildar á Íslandsmótinu í knattspyrnu og var þetta fyrsta tap Þórs og nýja Þórsvellinum. Á sama tíma gerði KA góða ferð í Kópavoginn, þar sem liðið vann HK 3:2 og skoraði David Disztl öll mörk KA.  

Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir snemma leiks á Þórsvellinum en Ásgeir Þór Ingólfsson jafnaði fyrir Hauka og staðan í hálfleik 1:1. Atli Sigurjónsson kom Þór yfir í seinni hálfleik en Úlfar Pálsson jafnaði fyrir Hauka skömmu síðar. Það var svo Pétur Ásbjörn Sæmundsson sem skoraði sigurmark gestanna úr Hafnarfirði þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

David Disztl kom KA yfir á 5. mínútu gegn HK í Kópvogi en Stefán Jóhann Eggertsson jafnaði eftir rúmlega 15. mínútna leik. Disztl var aftur á ferðinni á 19. mínútu og kom KA aftur yfir og þannig var staðan í hálfleik. Stéfan Jóhann jafnaði öðru sinni fyrir HK á 50. mínútu en Disztil tryggði KA sigur með sínu þriðja marki á 70. mínútu og þar við sat.

Nýjast