Tap hjá KA/Þór gegn Fram í dag

KA/Þór tapaði í dag gegn Fram, 35:21, er liðin áttust við í Framhúsinu í N1- deild kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 17:10 fyrir heimamenn. Markahæstar liði KA/Þórs í dag voru þær Ásdís Sigurðardóttir með 7 mörk, Martha Hermannsdóttir skoraði 6 mörk og Unnur Ómarsdóttir 5 mörk. Næsti leikur KA/Þórs verður strax á morgun, sunnudag, gegn Val í Vodafone- höllinni og hefst sá leikur kl. 14:00 og er sýndur beint á RÚV.

Nýjast