Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér viðvörun til okkar sem hér búum vegna hvassveðurs sem búast má við að skelli á hér á okkar slóðum eftir sólarhring og ef spár rætast mun veðrið ekki ganga niður fyrr en um miðjan jóladag!
Eða eins og segir í áðurnefndri viðvörun:
Öll skip Samherja eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólaleyfi.
Flest skipin liggja við bryggju á Dalvík en einnig á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru öll skipin vel skreytt í tilefni jólanna. Myndirnar voru teknar um helgina.
Síðasta skipið í land var Kaldbakur EA, sem landaði á Dalvík í gær.
Ísfisktogarar félagsins fara svo í stutta túra milli jóla- og nýárs til að sjá vinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri fyrir hráefni í byrjun nýs árs.
Björg EA 7 við ÚA bryggjuna á Akureyri Kaldbakur EA 1 við bryggju á Dalvík. Harðbakur EA 3 við bryggju á Dalvík.
Vilhelm Þorsteinsson við bryggju á Akureyri / mynd: Axel Þórhallsson.
www.samherji.is sagði fyrst frá
Jólasveinarnir í Dimmuborgum hefja aðventuna á sérstakan hátt á hverju ári með skipulögðu jólabaði í Jarðböðunum við Mývatn. Viðburðurinn fer fram fyrsta laugardag í desember og er orðinn fastur liður í jólahaldi á svæðinu. Þeir sem vilja fylgjast með eða taka þátt þurfa að panta miða sérstaklega, því þetta er skipulagt og tímastillt bað sem hefst klukkan 16.
Markaðsdeild easyJet hefur að undanförnu unnið að nýju kynningarefni um Norðurland, með aðstoð frá Markaðsstofu Norðurlands. Síðustu vikur hefur meiri áhersla verið lögð á flug frá Manchester, en þó fjallað um áfangastaðinn í samhengi við flug frá bæði London og Manchester.
Með samningnum er markmiðið að tryggja áfram stöðugleika í starfsemi Golfklúbbs Húsavíkur, efla aðstöðu og skapa góðar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu
Jólagrautur og sætur spuni á jólatónleikum Hymnodiu sem eru orðnir ómissandi hluti af jólahefðum margra að kvöldi 22. desember þegar kominn er tími til að hægja ferðina í jólaamstrinu.
S.l. föstudag var undirritaður þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Akurs. Markmið samningsins er að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem Akur er að sinna og bjóða upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins. Jón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, undirritaði fyrir félagið.
Það verður glaumur og gleði, gott rjúkandi ketilkaffi og nánast ómótstæðilegt skógarkakó, jólasveinar og heil hljómsveit á hinni árlegu jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga, karamellu og köngul sem haldin verður í Kjarnaskógi á morgun sunnudaginn 21. des kl 15:45 til 17:00.