Heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum hefur valdið miklum töfum á framkvæmdum. Vatsflæðið frá sprungunni hefur valdið því að hitastig inni i göngunum er á bilinu 28 til 30 gráður og nær ógerningur að fyrir starfsmenn að vinna heilan vinnudag. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Í júní var gerð tilraun til að loka sprungunni og um tíma minnkaði vatnsflæðið úr 380 lítrum á sekúndu í 200 lítra á sekúndu sem hafi hvergi nærri verið nóg.
Eins og Vikudagur greindi frá nýlega hefur vinna við jarðgangagröft í Vaðlaheiðargöngum verið stopp í um þrjár vikur vegna vinnu við hitavatnssprungu. Göngin hafa aðeins lengst um fimm metra á þessum tíma.
throstur@vikudagur.is