Tafir á breytingu um losun úrgangs

Vegna tafa sem orðið hafa á prentun bæklings og klippikorta verður fyrirhuguðum breytingum á fyrirkomulagi við losun úrgangs frá heimilum í bænum á Gámasvæðinu við Réttarhvamm seinkað til mánudagsins 8. júní. Kortin og bæklingarnir verða borin út í næstu viku.Frá og með mánudeginum 8. júní munu notendur þurfa klippikort til að komast inn á Gámasvæðið við Réttarhvamm og munu kortin ásamt kynningarbæklingi verða send öllum þeim sem greiða  sorphirðugjöld á Akureyri. Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast