Verið er að rífa stigann úr Gilsbakkavegi niður í portinu bak við Hafnarstræti 91-95 á Akureyri og bíður nýr stigi uppsetningar. Þetta er sögulegt að mörgu leyti því eftir því sem blaðið kemst næst er stiginn frá árinu 1974 og því 47 ára gamall. Þar á undan voru steintröppur.