Tæplega 50 milljóna króna tap hjá Norðlenska
Kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska var rekið með rúmlega 48 milljóna króna tapi í fyrra, sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2013 er fyrirtækið var rekið með um 138,5 milljóna króna hagnaði. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir markaðsaðstæður hafa verið erfiðar á síðastliðnu ári. Norðlenska hefur ekki flutt neitt inn af kjöti en keypt innflutt kjöt af innflytjendum í litlum mæli.
Ekki hægt að útiloka uppsagnir
Fyrirtækið hefur reynt eins og kostur er kaupa íslenskt hráefni að sögn Sigmundar en með breyttum aðstæðum muni innlend framleiðsla Norðlenska minnka og fyrirtækið sækja í innfluttar vörur. Spurður hvort grípa þurfi til uppsagna hjá starfsfólki Norðlenska til að mæta erfiðum rekstri segir Sigmundur að ekki sé hægt að útiloka þann möguleika, en nánar er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags.
-þev