Tæplega 3000 manns á skíðum í Hlíðarfjalli

Gríðarlegur fjöldi fólks er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli í dag, eða tæplega 3000 manns, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns. Þetta er jafnframt aðsóknarmet í fjallið á þessum vetri. Öll bílastæði eru yfirfull og er bílum lagt langt niður eftir veginum frá skíðahótelinu. Því þurfti að grípa til þess ráðs að leigja rútur til þess að selflytja skólafólkið frá framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar upp í fjall.  

Guðmundur Karl sagði að leitað hefði verið til SBA um rútur og voru tvær slíkar notaðar til að flytja fólkið frá framkvæmdamiðstöðinni. Þar voru ökumenn stöðvaðir og beðnir að leggja bílum, þar sem öll bílastæði í fjallinu voru yfirfull.

Nýjast