Tæplega 2.600 nemendur hefja nám

Þær Elín og Katrín nemendur í Glerárskóla voru að versla skóladót ásamt móður sinni og bróður þegar Vikudagur átti leið um.
Um 260 nemendur verða við nám í fyrsta bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar í vetur en skólasetning er í flestum skólum dag. Fjölmennasti skólinn er Brekkuskóli með um 480 nemendur en sá fámennasti er Grímseyjarskóli með ellefu nemendur. Heildarfjöldi nemenda í vetur er tæplega 2.600 nemendur, sem er örlítil fækkun frá því í fyrra er þeir voru 2.635. Þá var fyrsti bekkur í fyrra nokkru fjölmennari en nú með um 280 nemendur.