Tækifæri í heilsutengdri nýsköpun

Málþingið fer fram í Hofi.
Málþingið fer fram í Hofi.
Föstudaginn 20. nóvember nk. efna Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Iceland Health til málþings um tækifæri í heilsutengdri nýsköpun í Hofi á Akureyri. Heilbrigðistengd starfsemi af ýmsum toga er hvarvetna í mikilli þróun og ört vaxandi atvinnugrein. Störf í þessum geira eru spennandi og fjölbreytt og mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu er einn af helstu hornsteinum hvers samfélags. Í tilkynningu fræa AFE segir að á Norðurlandi eru innviðir heilbrigðisþjónustunnar sterkir; háskóli þar sem kennt eru m.a. heilbrigðisvísindi, tölvunarfræði og viðskiptafræði, sérgreinasjúkrahús sem vinnur að því að fá alþjóðlega gæðavottun fyrir starfsemi sína, stór heilbrigðisstofnun sem þjónar öllu svæðinu frá Blönduósi til Þórshafnar og öldrunarþjónusta rekinn af sveitarfélögum. Einkareknar læknastofur, tannlæknastofur, sjúkraþjálfun, hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfa sig í lausnum fyrir heilbrigðiskerfið og þjóna íslenskum og erlendum aðilum m.a. í Noregi og Hollandi, framleiðsla á snyrtivörum og fæðubótaefnum, fyrirtæki sem að vinna heilsubætandi efni úr sjávarfangi, náttúruböð sem að hafa notið mikilla vinsælda o.s.frv. "Hugmyndin er að velta upp eftirfarandi spurningum; Er hugsanlegt að nú sé að renna upp einstakt tækifæri fyrir Norðlendinga til að auka verulega fjölda starfa í heilbrigðstengdri atvinnustarfsemi á svæðinu og bæta á sama tíma heilbrigðisþjónustu við íbúana? Er ástæða til þess að leggja fjármuni og vinnu í að kanna þessa möguleika, efla samstarf allra hagmunaaðila, móta stefnu til framtíðar og vinna saman að því að nýta tækifærin sem virðast vera í stöðunni?" segir í tilkynningu. Málþingið er ætlað bæði fagfólki, sveitarstjórnarmönnum og öllum almenningi. Skráning fer fram á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar afe.is og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig tímalega.

Nýjast