Tækifæri fyrir þig?
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) og Íslandsstofa bjóða í spjall m möguleika á útflutningi norðlenskra fyrirtækja og mögulegri aðstoð við þroskuð fyrirtæki og frumkvöðla. Fer kynningin fram á skrifstofu AFE á morgun, fimmtudaginn 11. september, milli kl. 14-17. Íslandsstofa býður upp á þrjú verkefni sem miðla upplýsingum um markaði, markaðsaðstæður og hvernig efla má samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja. Við hvetjum fyrirtæki í útflutningshugleiðingum til að hafa samband og fá ráðgjöf um hvaða þjónusta henti þeim best, segir í tilkynningu.