Sýnir náttúruljósmyndir

Rolf Hannén opnar ljósmyndasýninguna Listaverk náttúrunnar í Populus tremula á Akureyri í dag kl. 14:00. Þar sýnir Rolf náttúruljósmynd teknar á Íslandi þar sem hann dregur fram hið listræna í náttúrunni. Flestar mynda hans eru lítið breyttar í myndvinnsluforriti. Rolf hefur stundað ljósmyndun frá því að hann var 14 ára og tekið þátt í nokkrum ljósmyndasýningum, en þetta er fyrsta einkasýning hans. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Nýjast