Sýningin Vetrarsport í KA heimilinu um helgina

Vetrarsportsýningin er nú haldin um helgina í 17. sinn á Akureyri. Að þessu sinni er hún haldin í KA heimilinu. Þetta er mikill viðburður fyrir þá sem hafa almennt áhuga á útivist og vetrarsporti.

Það sem gerir þessa sýningu frábrugða þeim fyrri er að mikið verður af gömlum vélsleðum til sýnis, þ.e. 30-40 ára gömlum. Þarna verður mikið úrval af ýmis konar búnaði til útivistar s.s. fatnaður, hjálmar, skór, vélsleðar, jeppar, vélhjól og margt fleira spennandi. Sýningin er opin á morgun laugardag frá kl. 10-17 og á sunnudag frá kl. 12-17. Jólasveinar mæta á svæðið báða dagana á milli kl. 13 og 15. Þá býður 4X4 klúbburinn upp á jeppaferðir fyrir gesti sýningarinnar á tveggja tíma fresti báða dagana. Einnig munu Friðrik V og félagar elda mat sem hentar vel til fjalla.

Árshátíð vélsleðamanna er svo haldin í Sjallanum á laugardagskvöld.

Nýjast