Myndlistarsýningin „Úr fullkomnu samhengi“ verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, fimmtudaginn 3. júlí kl. 16. Þar sýna þau Julie Tremble, Philippe- Aubert Gauthier og Tanya Saint- Pierre , kanadískt kvikmynda og Vídeólistafólk. Aukalega verður sérstök vídeódagskrá á opnun, með verkum eftir 7 listamenn.
Verkið varð til í samstarfi milli sýningarrýmisins Dazibao í Montreal og Verksmiðjunnar á Hjalteyri.
„Verkefnið byggir á tengslum okkar við náttúruna og hlutverk hennar í menningunni en það er eins og skipulag eða drög að fundi milli borgar og óbyggðra víðerna ; myndgerða sem byggja á raunveruleikanum og öðrum aðferðum sem mótast alfarið í stafrænu formi. Einnig á krossgötum, jafnvel árekstri, milli viðkvæmrar náttúru í hættu og upphafinnar náttúru,segir í tilkynningu.
Samstarfið gefur af sér tvær sýningar, eina í Dazibao, með verkum eftir Gústav Geir Bollason og Þorbjörgu Jónsdóttur og aðra í Verksmiðjunni, með verkum Julie Tremble og tvíeykisins Philippe- Aubert Gauthier og Tanya St- Pierre.
Verksmiðjan á Hjalteyri er sýningar- og verkefnarými stofnað 2008 í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Aðaláhersla er lögð á alþjóðlega samtímalist, kvikmyndir, vídeólist en einnig námskeið listaskóla