Sýningin Tónlistarbærinn Akureyri vekur athygli

Skapti Hallgrímsson sér um leiðsögn á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Mynd Hörður Geirsson
Skapti Hallgrímsson sér um leiðsögn á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Mynd Hörður Geirsson

"Sýningin hefur vakið töluverða athygli og mikla lukku. Leiðsögn hefur verið ágætlega sótt og fólk verið ánægt, “ segir Skapti Hallgrímsson blaðmaður sem hefur séð um lifandi leiðsögn á sýningunni  Tónlistarbærinn Akureyri sem stendur yfir á Minjasafninu á Akureyri.

Leiðsögn verður um sýninguna í dag , fimmtudag 6. ágúst, aftur fimmtudaginn 13. ágúst og á afmælisdegi Akureyrar, laugardaginn 29. ágúst.

Skapti segir akureyska tónlistasögu ótúlega fjölbreytta. Það séu ákveðnir risar í sögunni sem allir þekkja en sagan sé líka full af alls kyns tónlistarfólki sem látið hafi að sér kveða á ýmsan hátt.  Tónlistarstarf hafi verið mikið um tíðina, mun umfangsmeira en flestir gera ráð fyrir.

Í tenglsum við sýninguna skrifaði Skapti efnismikið 72 síðna blað sem er hluti af sýningunni. “Það gleður mig mjög hve fólk lýsir yfir mikilli ánægjumeð blaðið. Þótt þar sé ekki sagt frá öllu er komið mjög víða við; ég hef orðað það þannig að blaðið sé góður grunnur að bók um tónlistarsögu á Akureyri."


Athugasemdir

Nýjast