Hluti myndanna á sýningunni eru úr eigu Ferðafélags Akureyrar, en félagið varðveitti þær á glerplötum. Það gerði þeim kleift að varpa þeim uppá á vegg fyrir almenning. Óþekktar myndir úr safni Bárðar Sigurðssonar, úr Mývatnssveit, og Ara Leós Björnssonar, ljósmyndara á Akureyri, má einnig sjá á sýningunni. Þeir ferðuðust víða um landið og tóku myndir.
Minjasafnið á Akureyri státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Það er því í hópi stærstu safna sinnar tegundar á landinu. Margar myndanna eru óþekktar og því hefur verið brugðið á það ráð að að setja saman sýningaröðina; Þekkir þú...? Árangur og aðsókn að sýningunum tveimur úr þessari sýningarröð hafa farið fram úr björtustu vonum. Því er á ný brugðið á það ráð að fá aðstoð glöggra einstaklinga til að fá hjálp við að setja nafn á andlit og áningastaði óþekktra mynda á þessari þriðju sýningu sýningarraðarinnar.
Sýningin er opin allar helgar kl 14-16 til 15. mars. Allir eru velkomir - enginn aðgangseyrir.