23. apríl, 2007 - 09:52
Fréttir
Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sýknaður af ákæru um kynferðisafbrot gagnvart stúlku, en maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað á brjóstum hennar og kynfærum þegar hún var í því ástandi sökum ölvunar og svefndrunga að geta ekki spornað á móti. Konan kærði nauðgun daginn eftir atburðinn. Við yfirheyrslur í málinu kom fram mikið misræmi í framburði mannsins og konunnar, hann hélt því fram að það sem fram fór á milli þeirra hafi verið með samþykki hennar og fór svo að fjölskipaður dómur Héraðsdóms sýknaði manninn með öllu og greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði.