Svell og slabb á götunum

Glerhálka er á stöku stað á Akureyri.
Glerhálka er á stöku stað á Akureyri.

Svell og slabb er víðast hvar á götum Akureyrar en talsverð rigning var í nótt og var tveggja stiga hiti um klukkan sex í morgun. Á Facebook síðu lögreglunnar á Akureyri er fólk hvatt til að fara varlega. „Þetta veðurfar ger­ir það að verk­um að víða á bif­reiðastæðum og gang­stétt­um þar sem troðin snjóþekja var yfir, er komið svell eða mjög blaut­ur snjór sem oft er erfiður yf­ir­ferðar. Aðal­göt­urn­ar inn­an­bæjar á Ak­ur­eyri eru flest­ar bara blaut­ar en laus­ar við hálku. Hvetj­um ykk­ur til að fara sér­stak­lega var­lega í dag,“ seg­ir á Face­book síðu lög­regl­unn­ar.

Nýjast