Svell og slabb á götunum
Svell og slabb er víðast hvar á götum Akureyrar en talsverð rigning var í nótt og var tveggja stiga hiti um klukkan sex í morgun. Á Facebook síðu lögreglunnar á Akureyri er fólk hvatt til að fara varlega. Þetta veðurfar gerir það að verkum að víða á bifreiðastæðum og gangstéttum þar sem troðin snjóþekja var yfir, er komið svell eða mjög blautur snjór sem oft er erfiður yfirferðar. Aðalgöturnar innanbæjar á Akureyri eru flestar bara blautar en lausar við hálku. Hvetjum ykkur til að fara sérstaklega varlega í dag, segir á Facebook síðu lögreglunnar.