Svekkjandi tap hjá AH í kvöld

Akureyri Handboltafélag tapaði í kvöld gegn Val í fyrstu umferð N1- deildar karla í handbolta er liðin mættust í Vodafonehöllinni. Lokatölur leiksins urðu 23:19 Valsmönnum í vil, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12:12. Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi nánast allan tímann og gat sigurinn hæglega dottið hvorum megin sem var.

Það var ekki síst stórleikur Hlyns Morthens í marki Valsmanna sem skóp sigurinn fyrir Val. Hann átti hreint magnaðan leik fyrir heimamenn í kvöld og varði 25 skot í leiknum og reyndist það norðanmönnum ofviða. 

Hjá Akureyri var það Árni Sigtryggsson sem var markahæstur með 8 mörk, Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk og aðrir minna. Þá varði Hafþór Einarsson 16 skot í marki Akureyrar. Þrátt fyrir tapið í kvöld var frammistaða Akureyrarliðsins með ágætum og fjögurra marka sigur Vals helst of stór miðað við gang leiksins.

Nýjast