Það var ekki síst stórleikur Hlyns Morthens í marki Valsmanna sem skóp sigurinn fyrir Val. Hann átti hreint magnaðan leik fyrir heimamenn í kvöld og varði 25 skot í leiknum og reyndist það norðanmönnum ofviða.
Hjá Akureyri var það Árni Sigtryggsson sem var markahæstur með 8 mörk, Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk og aðrir minna. Þá varði Hafþór Einarsson 16 skot í marki Akureyrar. Þrátt fyrir tapið í kvöld var frammistaða Akureyrarliðsins með ágætum og fjögurra marka sigur Vals helst of stór miðað við gang leiksins.