Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir yfir harmi sínum vegna þeirra átakanlegu lýsinga á málefnum barna sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarna daga varðandi rekstur vistheimilis á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í tilkynnigu frá sveitarfélaginu.
Þar kemur einnig fram að sveitarstjórnin taki undir að fram þurfi að fara opinber rannsókn á þessu heimili að frumkvæði ríkisins í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir á öðrum heimilum þar sem börn voru vistuð.
Sveitarstjórnin muni leggja slíkri rannsókn lið eins og hægt er, fari hún fram.