Sveit Stefáns efst á Akur- eyrarmótinu í bridds

Sveit Stefáns Vilhjálmssonar er í efsta sæti að loknu öðru kvöldi á Akureyrarmótinu í sveitakeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar. Spiluð voru 30 spil eða einn og hálfur leikur. Eftir kvöldið eru þá búnir 3 leikir af 7. Sveit Stefáns Vilhjálmssonar kom til leiks þetta kvöldið full sjálfstrausts eftir sigur í Svæðamóti Norðurlands eystra í sveitakeppni um síðustu helgi.  

Sveit Stefáns vann báða sína leiki 22 - 8 og skaust þar með í fyrsta sætið. Eftir þrjá leiki er staðan þá eftirfarandi:

Staða      Stig      Sveitir

  1     62    Stefán Vilhjálmsson     
  2     60    Þórólfur Jónasson       
  3     50    Frímann Stefánsson      
  4     47    Gylfi Pálsson           
  5     45    Víðir Jónsson           
  6     42    Oldboys
  7     33    Gissur Jónasson         
  8     14    Ragnheiður Haraldsdóttir

Með Stefáni í sveit eru þeir Örlygur Örlygsson, Grétar Örlygsson og Haukur Harðarson.

Nýjast