Sveinbjörn utan hóps gegn Lettum
Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson hjá Akureyri verður ekki á meðal leikmanna íslenska landsliðsins í handbolta sem
mætir Lettum ytra í dag kl. 16:35 í undankeppni EM. Tveir Akureyringar eru í hópnum, Oddur Gretarsson leikmaður Akureyrar Handboltafélags og Arnór
Þór Gunnarsson leikmaður TV Bittenfeld.
Leikurinn gegn Lettum er gríðarlega mikilvægur en Ísland verður að vinna til þess halda EM-draumnum á lífi. Ísland mætir svo Austurríki hér heima á sunnudaginn kemur.
Hópurinn í dag er eftirfarandi:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Hreiðar Leví Guðmundsson
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson
Arnór Atlason
Arnór Þór Gunnarsson
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Guðjón Valur Sigursson
Ingimundur Ingimundarson
Oddur Gretarsson
Ólafur Bjarki Ragnarsson
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Stefánsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Jakobsson
Vignir Svavarsson