09. maí, 2011 - 11:15
Fréttir
Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson verður áfram í herbúðum Akureyrar Handboltafélags næsta vetur, en þetta staðfesti
Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins, við Vikudag í morgun. Sveinbjörn átti frábæran vetur með Akureyrarliðinu og
er af mörgum talinn vera besti markvörður N1-deildarinnar. Sveinbjörn var á láni frá HK í vetur og mun líklega skrifa undir samning við
Akureyri á næstu dögum.
„Það er verið loka þessu með Sveinbjörn og ganga frá málum við HK. Við bíðum bara eftir að þeir gefi grænt
ljós,” segir Hlynur. Þá er mjög líklegt að hornamaðurinn Oddur Gretarsson verði áfram í herbúðum í liðsins
næsta vetur, en það er þó ekki endanlega ljóst.