Svanfríður Jónasdóttir hefur tilkynnt að hún hyggist láta af störfum sem sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar að loknu þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í héraðsfréttablaðinu Norðurslóð. Svanhildur sagði í samtali við blaðið að hún teldi að fyrir sig væru tvö kjörtímabil hæfilegur tími í embætti bæjarstjóra. Þessi ákvörðun hefði legið fyrir um nokkurt skeið. Hún hyggist nú hverfa til annarra starfa en viti ekki á þessari stundi hver þau störf verði.